Golf

Ólafía í tapliði í fjórleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty
Keppnislið Evrópumótaraðarinnar er í þriðja sæti á Queens-mótinu í Japan með tvo vinninga eftir fyrsta keppnisdag sem fór fram í nótt.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Evrópuúrvalinu en var í tapliði þegar keppni í fjórleik fór fram í nótt. Hún var í liði með Carly Booth og töpuðu þær fyrir Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee sem keppa á mótaröðinni í Suður-Kóreu.

Ólafía Þórunn og Booth voru að elta allan hringinn og töpuðu eftir fimmtándu holu þegar þær voru fjórum vinningum undir.

Fjögur keppnislið eru á mótinu en auk keppnisliðs mótaraðar Evrópu og Suður-Kóreu eru keppnislið mótaraðanna í Japan og Ástralíu.

Eftir fyrsta keppnisdag er Suður-Kórea efst með átta vinninga, Japan með fimm, Evrópa tvo og Ástralía einn.

Sýnt verður beint frá mótinu klukkan 03.00 aðfaranótt laugardags á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×