Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2017 22:13 Fjöldi ásakana um kynferðisofbeldi og áreitni hafa komið fram í garð Harvey Weinstein undanfarna mánuði. Vísir/AFP Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira