Hert útlendingalöggjöf efst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Sebastian Kurz og Heinz-Christian Strache í Hofburg-höll í gær. vísir/afp Samsteypustjórn Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins í Austurríki tók við völdum í gær. Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz er því orðinn kanslari og þar með yngsti þjóðarleiðtogi álfunnar, og þótt víðar væri leitað. Á dagskrá hinnar nýju stjórnar er meðal annars að herða útlendingalöggjöf. Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæði í nýafstöðnum kosningum og uppskar 62 þingsæti af 183. Því er Kurz, formaður flokksins, í forsvari fyrir hina nýju ríkisstjórn. Frelsisflokkurinn undir forystu Heinz-Christian Strache, fékk hins vegar 51 sæti og því hafa flokkarnir ríflegan meirihluta á þinginu saman. Ríkisstjórnin hafði þó ekki verið sekúndu við völd áður en fyrstu mótmælin gegn henni hófust. Stjórnarandstæðingar höfðu fylkt liði fyrir utan Hofburg-höllina í Vín og létu vel í sér heyra á meðan ríkisstjórn Kurz tók við. Um 6.000 mótmælendur voru á svæðinu og var fyrirhuguðum breytingum á útlendingalöggjöf sem og umdeildri sögu Frelsisflokksins mótmælt. Báðir eru flokkarnir þjóðernishyggjuflokkar en Kurz beitti þeirri hugmyndafræði óspart í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Þótti Frelsisflokksmönnum hann til að mynda vera að stela stefnumálum sínum. Frelsisflokkurinn er mun rótgrónari í þjóðernishyggju sinni en fyrsti leiðtogi flokksins, Anton Reinthaller, var landbúnaðarráðherra nasista og SS-liði. Þá var flokkurinn einnig stofnaður af nasistum. Tengingin við nasisma innan Frelsisflokksins dó þó ekki út með Reinthaller, langt í frá. Jörg Haider, sem tók við formannssætinu 1986, sagði til að mynda í kosningabaráttunni árið 1990 að ýmislegt hefði verið með ágætum í Þýskalandi nasismans, til að mynda atvinnumálin. Frelsisflokkurinn hefur einu sinni áður verið í ríkisstjórn. Það var árið 2000. Voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins þá harkaleg og greinir BBC frá því að Austurríkismenn hafi upplifað sig einangraða í Evrópu. Viðbrögðin nú séu hins vegar daufari. Á meðal þess sem ríkisstjórn Kurz ætlar að beita sér fyrir er að við komu hælisleitenda til Austurríkis verði allt fé tekið af þeim við hælisumsóknina svo hægt sé að fjármagna aðstoð til þeirra. Einnig verða símar hælisleitenda og flóttamanna teknir af þeim svo hægt sé að rekja ferðir þeirra til Austurríkis og hverja þeir hafi átt í samskiptum við. Símarnir verði ekki gerðir varanlega upptækir heldur skoðaðir með reglulegu millibili. Trúnaðarskylda lækna gagnvart flóttamönnum verður einnig takmörkuð. Þá verður mökum flóttamanna sem eiga í fjölkvænis- eða þvinguðu hjónabandi ekki heimilt að koma til Austurríkis. „Flóttamenn sem hafa hvorki unnið stakan vinnudag né greitt til velferðarkerfisins munu ekki lengur fá þúsundir evra í bætur. Við þetta loforð sitt hefur Frelsisflokkurinn staðið,“ sagði Strache á Facebook í gær. Tveir af valdamestu ráðherrastólum ríkisstjórnarinnar féllu Frelsisflokknum í skaut. Þannig verður Herbert Kickl, sem var ræðuhöfundur fyrir Jörg Haider, innanríkisráðherra og hin átttyngda Karin Kneissl, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, verður utanríkisráðherra. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Samsteypustjórn Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins í Austurríki tók við völdum í gær. Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz er því orðinn kanslari og þar með yngsti þjóðarleiðtogi álfunnar, og þótt víðar væri leitað. Á dagskrá hinnar nýju stjórnar er meðal annars að herða útlendingalöggjöf. Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæði í nýafstöðnum kosningum og uppskar 62 þingsæti af 183. Því er Kurz, formaður flokksins, í forsvari fyrir hina nýju ríkisstjórn. Frelsisflokkurinn undir forystu Heinz-Christian Strache, fékk hins vegar 51 sæti og því hafa flokkarnir ríflegan meirihluta á þinginu saman. Ríkisstjórnin hafði þó ekki verið sekúndu við völd áður en fyrstu mótmælin gegn henni hófust. Stjórnarandstæðingar höfðu fylkt liði fyrir utan Hofburg-höllina í Vín og létu vel í sér heyra á meðan ríkisstjórn Kurz tók við. Um 6.000 mótmælendur voru á svæðinu og var fyrirhuguðum breytingum á útlendingalöggjöf sem og umdeildri sögu Frelsisflokksins mótmælt. Báðir eru flokkarnir þjóðernishyggjuflokkar en Kurz beitti þeirri hugmyndafræði óspart í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Þótti Frelsisflokksmönnum hann til að mynda vera að stela stefnumálum sínum. Frelsisflokkurinn er mun rótgrónari í þjóðernishyggju sinni en fyrsti leiðtogi flokksins, Anton Reinthaller, var landbúnaðarráðherra nasista og SS-liði. Þá var flokkurinn einnig stofnaður af nasistum. Tengingin við nasisma innan Frelsisflokksins dó þó ekki út með Reinthaller, langt í frá. Jörg Haider, sem tók við formannssætinu 1986, sagði til að mynda í kosningabaráttunni árið 1990 að ýmislegt hefði verið með ágætum í Þýskalandi nasismans, til að mynda atvinnumálin. Frelsisflokkurinn hefur einu sinni áður verið í ríkisstjórn. Það var árið 2000. Voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins þá harkaleg og greinir BBC frá því að Austurríkismenn hafi upplifað sig einangraða í Evrópu. Viðbrögðin nú séu hins vegar daufari. Á meðal þess sem ríkisstjórn Kurz ætlar að beita sér fyrir er að við komu hælisleitenda til Austurríkis verði allt fé tekið af þeim við hælisumsóknina svo hægt sé að fjármagna aðstoð til þeirra. Einnig verða símar hælisleitenda og flóttamanna teknir af þeim svo hægt sé að rekja ferðir þeirra til Austurríkis og hverja þeir hafi átt í samskiptum við. Símarnir verði ekki gerðir varanlega upptækir heldur skoðaðir með reglulegu millibili. Trúnaðarskylda lækna gagnvart flóttamönnum verður einnig takmörkuð. Þá verður mökum flóttamanna sem eiga í fjölkvænis- eða þvinguðu hjónabandi ekki heimilt að koma til Austurríkis. „Flóttamenn sem hafa hvorki unnið stakan vinnudag né greitt til velferðarkerfisins munu ekki lengur fá þúsundir evra í bætur. Við þetta loforð sitt hefur Frelsisflokkurinn staðið,“ sagði Strache á Facebook í gær. Tveir af valdamestu ráðherrastólum ríkisstjórnarinnar féllu Frelsisflokknum í skaut. Þannig verður Herbert Kickl, sem var ræðuhöfundur fyrir Jörg Haider, innanríkisráðherra og hin átttyngda Karin Kneissl, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, verður utanríkisráðherra.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16
Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16