Langþráður áfangi í þjónustu við fatlað fólk í augsýn Ásmundur Einar Daðason skrifar 19. desember 2017 07:00 Aukið frelsi, betri möguleikar til að ráða lífi sínu, stóraukin tækifæri til sjálfstæðs lífs og til virkrar þátttöku í samfélaginu, þetta eru þau einkunnarorð sem fatlað fólk sem reynt hefur, gefur NPA-þjónustuforminu, þ.e. notendastýrðri persónulegri aðstoð. Í ljósi þess hve NPA skiptir fatlað fólk miklu máli og hve lengi fólk hefur beðið þess að NPA verði hluti af sjálfsagðri þjónustu við fatlaða sem uppfylla skilyrði til að njóta hennar er það afar ánægjulegt fyrir mig að fyrstu frumvörp mín sem ráðherra félagsmála snúa einmitt að þessu. Um nýliðna helgi lagði ég fram á Alþingi frumvarp til nýrra heildarlaga sem kveða á um þjónustu við fatlað fólk sem þarf á miklum stuðningi að halda og frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að lögfesting NPA á grundvelli þessara frumvarpa geti tekið gildi um mitt næsta ár. Til að brúa bilið lagði ég einnig fram frumvörp sem eiga að tryggja að unnt verði að veita NPA-þjónustu á grundvelli samninga fram að gildistöku heildarlaganna. Áherslan á NPA birtist einnig í fjárlagafrumvarpinu þar sem framlög til þjónustunnar eru aukin um 70 milljónir króna sem gerir kleift að fjölga samningum úr 55 á þessu ári í 80 samninga árið 2018. Þessi frumvörp eru nú komin til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis. Þar er ég viss um að nefndarmenn taki höndum saman um að leiða þetta mikilvæga mál til lykta, hratt og örugglega í góðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila og þvert á stjórnmálaflokka. Þetta er ekki aðeins mikilvægt hagsmunamál fatlaðs fólks, þetta er mál sem snýst um mannréttindi og að við sýnum í verki vilja okkar til að stuðla að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks og ófatlaðra í samfélaginu eins og kostur er. Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Aukið frelsi, betri möguleikar til að ráða lífi sínu, stóraukin tækifæri til sjálfstæðs lífs og til virkrar þátttöku í samfélaginu, þetta eru þau einkunnarorð sem fatlað fólk sem reynt hefur, gefur NPA-þjónustuforminu, þ.e. notendastýrðri persónulegri aðstoð. Í ljósi þess hve NPA skiptir fatlað fólk miklu máli og hve lengi fólk hefur beðið þess að NPA verði hluti af sjálfsagðri þjónustu við fatlaða sem uppfylla skilyrði til að njóta hennar er það afar ánægjulegt fyrir mig að fyrstu frumvörp mín sem ráðherra félagsmála snúa einmitt að þessu. Um nýliðna helgi lagði ég fram á Alþingi frumvarp til nýrra heildarlaga sem kveða á um þjónustu við fatlað fólk sem þarf á miklum stuðningi að halda og frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að lögfesting NPA á grundvelli þessara frumvarpa geti tekið gildi um mitt næsta ár. Til að brúa bilið lagði ég einnig fram frumvörp sem eiga að tryggja að unnt verði að veita NPA-þjónustu á grundvelli samninga fram að gildistöku heildarlaganna. Áherslan á NPA birtist einnig í fjárlagafrumvarpinu þar sem framlög til þjónustunnar eru aukin um 70 milljónir króna sem gerir kleift að fjölga samningum úr 55 á þessu ári í 80 samninga árið 2018. Þessi frumvörp eru nú komin til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis. Þar er ég viss um að nefndarmenn taki höndum saman um að leiða þetta mikilvæga mál til lykta, hratt og örugglega í góðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila og þvert á stjórnmálaflokka. Þetta er ekki aðeins mikilvægt hagsmunamál fatlaðs fólks, þetta er mál sem snýst um mannréttindi og að við sýnum í verki vilja okkar til að stuðla að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks og ófatlaðra í samfélaginu eins og kostur er. Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun