Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2017 12:16 Lögregla var með mikinn viðbúnað í Vínarborg fyrr í dag. Vísir/afp Búið er að girða af stórt svæði í kringum ráðuneytisbyggingar í Vínarborg þar sem hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum fyrr í dag. Fjölmenn mótmæli fóru þar fram þar sem þeirri staðreynd að þjóðernisflokkurinn, Frelsisflokkurinn, hafi fengið valdamikil ráðherraembætti í nýrri stjórn var mótmælt. Þjóðarflokkurinn hlaut mest fylgi í þingkosningunum í október og ákvað formaðurinn Kurz að hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar við Frelsisflokknum eftir samstarf Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins síðustu ár. Frelsisflokkurinn er með harða afstöðu í innflytjendamálum sem var helsta kosningamálið í Austurríki í haust. Þjóðarflokkurinn mun taka við ráðuneyti innanríkismála, varnarmála og utanríkismála. Þannig er Karin Kneissl nýr utanríkisráðherra, en hún er ekki skráð í flokknum þó hún sé talin nátengd honum. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, verður varakanslari, og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Norbert Hofer verður ráðherra innanríkismála. Þó að Frelsisflokkurinn hafi um margra áratuga skeið verið áhrifavaldur í austurrískum stjórnmálum er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn er í svo valdamikilli stöðu. Kurz mun sjálfur halda utan um málefni Evrópusamvinnunnar, en hann gegndi embætti utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. Kurz hefur lagt áherslu á að ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Austurríkis innan ESB og að ekki verði breyting á afstöðu Austurríkis þegar kemur að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Ný ríkisstjórn hyggst lækka skatta á barnafjölskyldur og tekjulága og fjölga lögreglumönnum og herða landamæraeftirlit til að fækka innflytjendum. Austurríki Tengdar fréttir Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Búið er að girða af stórt svæði í kringum ráðuneytisbyggingar í Vínarborg þar sem hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum fyrr í dag. Fjölmenn mótmæli fóru þar fram þar sem þeirri staðreynd að þjóðernisflokkurinn, Frelsisflokkurinn, hafi fengið valdamikil ráðherraembætti í nýrri stjórn var mótmælt. Þjóðarflokkurinn hlaut mest fylgi í þingkosningunum í október og ákvað formaðurinn Kurz að hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar við Frelsisflokknum eftir samstarf Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins síðustu ár. Frelsisflokkurinn er með harða afstöðu í innflytjendamálum sem var helsta kosningamálið í Austurríki í haust. Þjóðarflokkurinn mun taka við ráðuneyti innanríkismála, varnarmála og utanríkismála. Þannig er Karin Kneissl nýr utanríkisráðherra, en hún er ekki skráð í flokknum þó hún sé talin nátengd honum. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, verður varakanslari, og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Norbert Hofer verður ráðherra innanríkismála. Þó að Frelsisflokkurinn hafi um margra áratuga skeið verið áhrifavaldur í austurrískum stjórnmálum er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn er í svo valdamikilli stöðu. Kurz mun sjálfur halda utan um málefni Evrópusamvinnunnar, en hann gegndi embætti utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. Kurz hefur lagt áherslu á að ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Austurríkis innan ESB og að ekki verði breyting á afstöðu Austurríkis þegar kemur að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Ný ríkisstjórn hyggst lækka skatta á barnafjölskyldur og tekjulága og fjölga lögreglumönnum og herða landamæraeftirlit til að fækka innflytjendum.
Austurríki Tengdar fréttir Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16