Innlent

Innkalla Piparkúlur vegna mistaka við pökkun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Varan sem um ræðir.
Varan sem um ræðir.
Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Nóa Piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti. Vegna mistaka við pökkun hefur Piparperlum sem innihalda hveiti verið pakkað í umbúðir ætlaðar Piparkúlum í hluta framleiðslulotunnar.

Piparkúlur innihalda ekki hveiti og því er hveiti ekki tilgreint í listanum yfir innihaldsefni Piparkúla.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Nóa.

Vöruheiti: Piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti.

Strikanúmer: 5690576114314.

Best fyrir: 24.05.2019.

Nettóþyngd: 150 g.

Framleiðandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.

Framleiðsluland: Ísland.

Dreifing: Verslanir um land allt.

Kornvörur sem innihalda glúten, þ.e. hveiti, rúgur, bygg, hafrar, spelt, taumhveiti (kamut) eða blendingar þeirra, og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda. Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir hveiti og afurðum úr því.

Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hveiti og afurðum úr því eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga en einnig má koma með vöruna til Nóa Síríus og fá hana bætta. Nánari upplýsingar veitir Nói Síríus í síma 575 1800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×