Innlent

Lögreglan skoðar allar leiðir mögulegar við rannsókn á óhugnanlegri árás

Birgir Olgeirsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Garðabæ síðdegis á mánudag.
Atvikið átti sér stað í Garðabæ síðdegis á mánudag. Vísir/Sigurjón
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær í rannsókn sinni vegna árásar á tíu ára stúlku skammt frá miðbæ Garðabæjar síðdegis á mánudag.

„Við erum að skoða allar þær leiðir sem við sjáum mögulegar,“ segir Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu.

Greint var fyrst frá málinu á vef Morgunblaðsins en þar kom fram á þrjár stúlkur hafi verið á gangi í Garðabæ þegar piltur, 17 – 19 ára gamall, hafi veitt þeim eftirför og svo gripið um munn einnar stúlkunnar og reynt að draga hana afsíðis.

Hinar stúlkurnar urðu skelfingu lostnar og forðuðu sér, önnur þeirra sneri þó til baka og öskraði á piltinn að sleppa vinkonu sinni. Fór svo að maðurinn sleppti taki á stúlkunni og forðaði sér.

Móðir stúlkunnar sem fyrir árásinni varð, Vigdís Ólafsdóttir, sagði frá atvikinu í Facebook-hópi fyrir íbúa í Garðabæ.

Hún sagði dóttur sína hafa verið á leið heim af handboltaæfingu þegar atvikið átti sér stað. Pilturinn er sagður hafa verið klæddur í ljósri hettupeysu og í svartri mittisúlpu. 

Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við móðurina í Reykjavík síðdegis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×