Þetta er niðurstaða samantektar H:N Markaðssamskipta. Kaleo var var gúggluð rúmlega 3,6 milljón sinnum um allan heim á árinu sem er að líða. Annað sætið skipar sveitin Of Monsters and Men en sveitin var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og Björk í því þriðja þar með tæpar 900 þúsund leitarniðurstöður. Gylfi Sigurðsson er í fjórða sæti og crossfit-konan Sara Sigmundsdóttir er í því fimmta.

Kaleo sló sem kunnugt er í gegn á árinu sem er að líða og eru meðal annars tilnefndir til Grammy-verðlauna fyrir lagið Way down we go. Þá hituðu þeir meðal annars upp fyrir Rolling Stones á árinu. Fróðlegt er að sjá hvað fólk gúgglaði Gylfa mun oftar í kringum vistaskiptin hans til Everton í ágúst.

Baltasar Kormákur og Katrín Jakobsdóttir deila svo sjöunda til ellefta sæti með rithöfundum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson, faðir hans, eru svo í 13. – 15. sæti listans með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta,“ segir í tilkynningunni og er sérstaklega tekið fram að listinn sé langt frá því að vera tæmandi. Líta beri á listann sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.