Efast um skilaboðin með minni lækkun kolefnisgjalds Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 14:45 Kolefnisgjald er lagt á jarðefnaeldsneyti eins og bensín og dísilolíu. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Vísir/Pjetur Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“