Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2017 09:26 Létt var yfir Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni þegar stjórnarsáttmálinn var undirritaður á dögunum. Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira