Juku eigin skyldur en lækkuðu leiguverðið Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Heilbrigðisstofnunin hefur talsverðar tekjur af hverri framkvæmdri aðgerð fyrirtækisins Gravitas. vísir/pjetur Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira