Lawrence leikur Agnesi Magnúsdóttur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:02 Jennifer Lawrence hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Vísir/Getty Stórstjarnan Jennifer Lawrence, sem er hvað þekktust fyrir leik sinni í Hungurleika-þríleiknum, mun fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Burial Rites. Þá mun Lawrence einnig vera einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt verður af hinum ítalska Luca Guadagnino. Myndin Burial Rites byggir á samnefndri bók Hönnun Kent frá árinu 2013 en hún bar nafnið Náðarstund á íslensku. Í bókinni er fjallað um örlög Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin þann 12. janúar 1830 í síðustu aftökunni sem framkvæmd var á Íslandi. Ef marka má Variety, sem greindi frá ráðningunni í gær, mun myndin hverfast um þann tíma sem líður frá morði Agnesar á elskhuga sínum allt þar til dauðadómurinn er staðfestur. Á því tímabili myndar hún „tilfinningaleg og rómantísk tengsl á meðan hún veltir vöngum yfir brotum sínum,“ eins og það er orðað á vef Variety. Ekki liggur fyrir hver mun fara með hlutverk hins myrta Natans Ketilssonar eða unga aðstoðarprestsins sem Agnes fellur fyrir. Meðal annarra framleiðenda myndarinnar verða Allison Shearmur sem meðal annars kom að gerð kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story. Hún mun jafnframt koma að gera annarri kvikmynd í Stjörnustríðsbálknum - Solo: A Star Wars Story. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stórstjarnan Jennifer Lawrence, sem er hvað þekktust fyrir leik sinni í Hungurleika-þríleiknum, mun fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Burial Rites. Þá mun Lawrence einnig vera einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt verður af hinum ítalska Luca Guadagnino. Myndin Burial Rites byggir á samnefndri bók Hönnun Kent frá árinu 2013 en hún bar nafnið Náðarstund á íslensku. Í bókinni er fjallað um örlög Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin þann 12. janúar 1830 í síðustu aftökunni sem framkvæmd var á Íslandi. Ef marka má Variety, sem greindi frá ráðningunni í gær, mun myndin hverfast um þann tíma sem líður frá morði Agnesar á elskhuga sínum allt þar til dauðadómurinn er staðfestur. Á því tímabili myndar hún „tilfinningaleg og rómantísk tengsl á meðan hún veltir vöngum yfir brotum sínum,“ eins og það er orðað á vef Variety. Ekki liggur fyrir hver mun fara með hlutverk hins myrta Natans Ketilssonar eða unga aðstoðarprestsins sem Agnes fellur fyrir. Meðal annarra framleiðenda myndarinnar verða Allison Shearmur sem meðal annars kom að gerð kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story. Hún mun jafnframt koma að gera annarri kvikmynd í Stjörnustríðsbálknum - Solo: A Star Wars Story.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira