Þú og ég töpum á brottkasti Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Brottkast og endurvigtun eru alvarlegt en nokkuð dulið vandamál. Þetta eru umhverfismál en þau bitna líka fjárhagslega bæði á sjómönnum og þjóðinni allri. Minni afli á land og í bókhaldið gefur af sér minna aflaverðmæti. Sjómenn fá þá minna í sinn hlut og þjóðin verður af skatttekjum. Umfjöllun Kveiks um brottkast, endurvigtun og annan subbuskap við fiskveiðar í nóvember vakti mikla athygli. Sérfræðingar hafa bent á leiðir til að sporna við þessum vanda, m.a. úrbætur á lögum og reglum, aukið eftirlit og hert viðurlög. Bent hefur verið á að kvótakerfið sé með innbyggða hvata til brottkasts sem þarf að fjarlægja með lagabreytingum. Hugmyndir um hvata til þess að koma með allan fisk að landi eru áhugaverðar og þarf að skoða betur. Aukið eftirlit getur falið í sér tíðari heimsóknir eftirlitsaðila um borð en einnig sjálfvirkar myndavélar um borð í öllum bátum og skipum. Þá hafa eftirlitsaðilar bent á að erfið sönnunarbyrði og bitlaus viðurlög við brotum geri það að verkum að brottkast sé meira en ella. Leyfi til endurvigtunar á eigin afla er dæmi um kerfisgalla sem er auðvelt að lagfæra. Það er óþarfi að sanna svindl af þessu tagi. Það nægir að möguleiki á svindli er til staðar, innbyggður í kerfið. Flestir hljóta að sjá gallana sem fylgja því að leyfa eiganda aflans að endurvigta hann. Þetta er skýr kerfisgalli sem hægt er að koma í veg fyrir með einfaldri lagabreytingu þess efnis að afnema alla endurvigtun og setja þess í stað fasta ísprósentu á allar aflategundir. Það eru kostir og gallar við þessar lausnir en við Píratar erum sammála um að óbreytt ástand er óásættanlegt. Píratar njóta nú liðsinnis Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu til þess að ræða lausnir á vandanum. Það er brýnt að vandinn verði leystur og mikilvægt að Íslendingar séu til fyrirmyndar í allri umgengni við sjávarauðlindina. Álfheiður Eymarsdóttir er varaþingmaður Pírata.Gunnar Ingiberg Guðmundsson er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Brottkast og endurvigtun eru alvarlegt en nokkuð dulið vandamál. Þetta eru umhverfismál en þau bitna líka fjárhagslega bæði á sjómönnum og þjóðinni allri. Minni afli á land og í bókhaldið gefur af sér minna aflaverðmæti. Sjómenn fá þá minna í sinn hlut og þjóðin verður af skatttekjum. Umfjöllun Kveiks um brottkast, endurvigtun og annan subbuskap við fiskveiðar í nóvember vakti mikla athygli. Sérfræðingar hafa bent á leiðir til að sporna við þessum vanda, m.a. úrbætur á lögum og reglum, aukið eftirlit og hert viðurlög. Bent hefur verið á að kvótakerfið sé með innbyggða hvata til brottkasts sem þarf að fjarlægja með lagabreytingum. Hugmyndir um hvata til þess að koma með allan fisk að landi eru áhugaverðar og þarf að skoða betur. Aukið eftirlit getur falið í sér tíðari heimsóknir eftirlitsaðila um borð en einnig sjálfvirkar myndavélar um borð í öllum bátum og skipum. Þá hafa eftirlitsaðilar bent á að erfið sönnunarbyrði og bitlaus viðurlög við brotum geri það að verkum að brottkast sé meira en ella. Leyfi til endurvigtunar á eigin afla er dæmi um kerfisgalla sem er auðvelt að lagfæra. Það er óþarfi að sanna svindl af þessu tagi. Það nægir að möguleiki á svindli er til staðar, innbyggður í kerfið. Flestir hljóta að sjá gallana sem fylgja því að leyfa eiganda aflans að endurvigta hann. Þetta er skýr kerfisgalli sem hægt er að koma í veg fyrir með einfaldri lagabreytingu þess efnis að afnema alla endurvigtun og setja þess í stað fasta ísprósentu á allar aflategundir. Það eru kostir og gallar við þessar lausnir en við Píratar erum sammála um að óbreytt ástand er óásættanlegt. Píratar njóta nú liðsinnis Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu til þess að ræða lausnir á vandanum. Það er brýnt að vandinn verði leystur og mikilvægt að Íslendingar séu til fyrirmyndar í allri umgengni við sjávarauðlindina. Álfheiður Eymarsdóttir er varaþingmaður Pírata.Gunnar Ingiberg Guðmundsson er Pírati.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar