Finnsk stríðsmynd slær sprengjuheimsmet James Bond Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2017 13:59 Atriði úr myndinni Unknown Soldier. IMDB Finnska stríðsmyndin Unknown Soldier, eða Óþekkti hermaðurinn, er að gera allt vitlaust í Finnlandi en um 830 þúsund manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn. Myndin, sem kostaði því sem nemur um 860 milljónum íslenskra króna, hefur því tekið inn því sem nemur um 1,4 milljörðum króna í Finnlandi og er næsta stærsta myndin þar frá upphafi, á eftir Titanic. Tuttugu þúsund manns sáu myndina í Svíþjóð um liðna helgi, sem er met fyrir finnska mynd. Leikstjóri myndarinnar er Aku Louhimies en myndin er er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins Väinö Linna frá árinu 1954. Sagan hefur tvisvar áður ratað á hvíta tjaldið, 1955 og 1985. Myndin var frumsýnd 27. október síðastliðinn í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmælis Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Óþekkti hermaðurinn er ekki aðeins að slá áhorfsmet í Finnlandi heldur hefur myndin einnig slegið heimsmet sem James Bond myndin Spectre átti. Í Óþekkta hermanninum eru sprengd upp 64,8 kíló af sprengiefni í einni senu, en fyrra metið átti Spectre sem hljóðaði upp á 33 kíló af sprengiefnum. Atriðið sem um ræðir sýnir þegar rússneskt skotbyrgi er sprengt í loft upp. Sprengingin var framkvæmd við gamla herstöð á svæði þar sem átti að fella tré vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Maðurinn sem sá um sprenginguna við tökur myndarinnar er Duncan Capp, sem hefur unnið við Batman Begins og Troy, en hann sagði við Screen Daily að tökuteymið hefði ekki gert sér grein fyrir að metið hefði verið slegið. „Við vissum að við hefðum notað umtalsvert magn af sprengiefni. Það var ekki fyrr en við höfðum lokið við tökur að við áttuðum okkur á því að við höfðum notað mun meira miðað við fyrra metið. Leikstjóri myndarinnar er sagður nú vinna að því að gera fimm þátta sjónvarpsseríu úr myndinni þar sem hver þáttur verður fimmtíu mínútur að lengd. Myndin hefur sterka Íslandstengingu en meðframleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá framleiðslufyrirtækinu Kisa. Finnland James Bond Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Finnska stríðsmyndin Unknown Soldier, eða Óþekkti hermaðurinn, er að gera allt vitlaust í Finnlandi en um 830 þúsund manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn. Myndin, sem kostaði því sem nemur um 860 milljónum íslenskra króna, hefur því tekið inn því sem nemur um 1,4 milljörðum króna í Finnlandi og er næsta stærsta myndin þar frá upphafi, á eftir Titanic. Tuttugu þúsund manns sáu myndina í Svíþjóð um liðna helgi, sem er met fyrir finnska mynd. Leikstjóri myndarinnar er Aku Louhimies en myndin er er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins Väinö Linna frá árinu 1954. Sagan hefur tvisvar áður ratað á hvíta tjaldið, 1955 og 1985. Myndin var frumsýnd 27. október síðastliðinn í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmælis Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Óþekkti hermaðurinn er ekki aðeins að slá áhorfsmet í Finnlandi heldur hefur myndin einnig slegið heimsmet sem James Bond myndin Spectre átti. Í Óþekkta hermanninum eru sprengd upp 64,8 kíló af sprengiefni í einni senu, en fyrra metið átti Spectre sem hljóðaði upp á 33 kíló af sprengiefnum. Atriðið sem um ræðir sýnir þegar rússneskt skotbyrgi er sprengt í loft upp. Sprengingin var framkvæmd við gamla herstöð á svæði þar sem átti að fella tré vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Maðurinn sem sá um sprenginguna við tökur myndarinnar er Duncan Capp, sem hefur unnið við Batman Begins og Troy, en hann sagði við Screen Daily að tökuteymið hefði ekki gert sér grein fyrir að metið hefði verið slegið. „Við vissum að við hefðum notað umtalsvert magn af sprengiefni. Það var ekki fyrr en við höfðum lokið við tökur að við áttuðum okkur á því að við höfðum notað mun meira miðað við fyrra metið. Leikstjóri myndarinnar er sagður nú vinna að því að gera fimm þátta sjónvarpsseríu úr myndinni þar sem hver þáttur verður fimmtíu mínútur að lengd. Myndin hefur sterka Íslandstengingu en meðframleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá framleiðslufyrirtækinu Kisa.
Finnland James Bond Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira