Stofnvísitala þorsks aldrei mælst hærri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2017 13:50 Þessar mælingar nú renna stoðum undir það að staða þorskstofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. vísir/stefán Stofnvísitala þorsks hefur aldrei mælst hærri í stofnmælingum botnfiska að haustlagi en nú en mælingarnar hófust árið 1996. Þá er stofnvísitala gullkarfa einnig sú hæsta síðan mælingar hófust en vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að niðurstöðurnar varðandi þorskinn séu mjög jákvæðar. Þessar mælingar nú renni stoðum undir það að staða stofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. Hinir þættirnir tveir eru stofnmæling að vori og svo gögn frá fiskiskipum. „Það sem er jákvætt við þetta er að þetta hækkar í ár en þetta lækkaði aðeins í fyrra. Fyrstu vísbendingar um árganginn 2017 er að hann sé svona við meðallag sem er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Annað sem kom út úr mælingum Hafró í ár er að vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur hækkað undanfarin ár eftir að hafa náð sögulegu lágmarki en nýliðun er þó áfram mjög léleg. „Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Stofnmæling botnfiska að haustlagi, eða svokallað haustrall, fór fram í 21. sinn dagana 4. til 9. nóvember síðastliðinn. Svæðið sem var til rannsóknar var umhverfis Ísland allt niður á 1500 metra dýpi og var togað með botnvörpu á 375 stöðvum. Togarainn Ljósafell SU og rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE voru notuð til rannsóknarinnar. Sjávarútvegur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Stofnvísitala þorsks hefur aldrei mælst hærri í stofnmælingum botnfiska að haustlagi en nú en mælingarnar hófust árið 1996. Þá er stofnvísitala gullkarfa einnig sú hæsta síðan mælingar hófust en vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að niðurstöðurnar varðandi þorskinn séu mjög jákvæðar. Þessar mælingar nú renni stoðum undir það að staða stofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. Hinir þættirnir tveir eru stofnmæling að vori og svo gögn frá fiskiskipum. „Það sem er jákvætt við þetta er að þetta hækkar í ár en þetta lækkaði aðeins í fyrra. Fyrstu vísbendingar um árganginn 2017 er að hann sé svona við meðallag sem er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Annað sem kom út úr mælingum Hafró í ár er að vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur hækkað undanfarin ár eftir að hafa náð sögulegu lágmarki en nýliðun er þó áfram mjög léleg. „Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Stofnmæling botnfiska að haustlagi, eða svokallað haustrall, fór fram í 21. sinn dagana 4. til 9. nóvember síðastliðinn. Svæðið sem var til rannsóknar var umhverfis Ísland allt niður á 1500 metra dýpi og var togað með botnvörpu á 375 stöðvum. Togarainn Ljósafell SU og rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE voru notuð til rannsóknarinnar.
Sjávarútvegur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda