Stofnvísitala þorsks aldrei mælst hærri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2017 13:50 Þessar mælingar nú renna stoðum undir það að staða þorskstofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. vísir/stefán Stofnvísitala þorsks hefur aldrei mælst hærri í stofnmælingum botnfiska að haustlagi en nú en mælingarnar hófust árið 1996. Þá er stofnvísitala gullkarfa einnig sú hæsta síðan mælingar hófust en vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að niðurstöðurnar varðandi þorskinn séu mjög jákvæðar. Þessar mælingar nú renni stoðum undir það að staða stofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. Hinir þættirnir tveir eru stofnmæling að vori og svo gögn frá fiskiskipum. „Það sem er jákvætt við þetta er að þetta hækkar í ár en þetta lækkaði aðeins í fyrra. Fyrstu vísbendingar um árganginn 2017 er að hann sé svona við meðallag sem er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Annað sem kom út úr mælingum Hafró í ár er að vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur hækkað undanfarin ár eftir að hafa náð sögulegu lágmarki en nýliðun er þó áfram mjög léleg. „Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Stofnmæling botnfiska að haustlagi, eða svokallað haustrall, fór fram í 21. sinn dagana 4. til 9. nóvember síðastliðinn. Svæðið sem var til rannsóknar var umhverfis Ísland allt niður á 1500 metra dýpi og var togað með botnvörpu á 375 stöðvum. Togarainn Ljósafell SU og rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE voru notuð til rannsóknarinnar. Sjávarútvegur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Stofnvísitala þorsks hefur aldrei mælst hærri í stofnmælingum botnfiska að haustlagi en nú en mælingarnar hófust árið 1996. Þá er stofnvísitala gullkarfa einnig sú hæsta síðan mælingar hófust en vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að niðurstöðurnar varðandi þorskinn séu mjög jákvæðar. Þessar mælingar nú renni stoðum undir það að staða stofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. Hinir þættirnir tveir eru stofnmæling að vori og svo gögn frá fiskiskipum. „Það sem er jákvætt við þetta er að þetta hækkar í ár en þetta lækkaði aðeins í fyrra. Fyrstu vísbendingar um árganginn 2017 er að hann sé svona við meðallag sem er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Annað sem kom út úr mælingum Hafró í ár er að vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur hækkað undanfarin ár eftir að hafa náð sögulegu lágmarki en nýliðun er þó áfram mjög léleg. „Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Stofnmæling botnfiska að haustlagi, eða svokallað haustrall, fór fram í 21. sinn dagana 4. til 9. nóvember síðastliðinn. Svæðið sem var til rannsóknar var umhverfis Ísland allt niður á 1500 metra dýpi og var togað með botnvörpu á 375 stöðvum. Togarainn Ljósafell SU og rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE voru notuð til rannsóknarinnar.
Sjávarútvegur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira