Frumkvöðlar netsins biðla til Bandaríkjastjórnar um að halda í nethlutleysi Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2017 10:53 Bretinn Tim Berners-Lee hefur verið nefndur faðir veraldarvefsins. Hann skrifaði meðal annars fyrsta vefvafrann. Vísir/AFP Nokkrir af frumkvöðlum internetsins hafa ritað bandarískum þingmönnum opið bréf til varnar svonefnds nethlutleysis. Þeir hvetja Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna til þess að aflýsa fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um að afnema reglur sem settar voru í forsetatíð Baracks Obama. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um afnám reglnanna á fimmtudag. Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Gagnrýnendur hafa varað við því að ef nethlutleysi verði afnumið geti fjarskiptafyrirtækin rukkað meira fyrir ákveðna netnotkun eins og samfélagsmiðla eða efnisveitur. Þau geti einnig dregið úr hraða ákveðinna gagnaflutninga. Afnám reglnanna muni brjóta gegn grundvallarhugmyndum um opið internet fyrir alla.Aðsteðjandi ógn við internetiðNú hafa nokkrir helstu forgöngumenn netsins skrifað opið bréf þar sem þeir hvetja FCC til þess að falla frá hugmyndum um afnám reglnanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Tim Berners-Lee, Vint Cerf og Steve Wozniak, annar stofenda Apple, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tæknilega röng tillaga FCC sem var unnin í flýti um að afnema varnir fyrir nethlutleysi án þess að neitt komi í staðinn er aðsteðjandi ógn við internetið sem við lögðum svo hart að okkur að skapa. Hana ætti að stöðva,“ segir í bréfinu sem var sent nokkrum nefndum öldungadeildar Bandaríkjaþings. Repúblikanar sem stjórna FCC telja aftur á móti að afnám reglnanna muni auka samkeppni á fjarskiptamarkaði og að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af netinu. Afnám nethlutleysis hefur mætt verulegar mótspyrnu netnotenda, þar á meðal á samfélagsmiðlasíðum eins og Reddit. Gagnrýnendur afnáms benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum sé aðeins eitt fjarskiptafyrirtæki á markaði. Íbúar þar geti því ekkert annað leitað ef þeir eru ósáttir við þjónustuna. Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Nokkrir af frumkvöðlum internetsins hafa ritað bandarískum þingmönnum opið bréf til varnar svonefnds nethlutleysis. Þeir hvetja Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna til þess að aflýsa fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um að afnema reglur sem settar voru í forsetatíð Baracks Obama. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um afnám reglnanna á fimmtudag. Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Gagnrýnendur hafa varað við því að ef nethlutleysi verði afnumið geti fjarskiptafyrirtækin rukkað meira fyrir ákveðna netnotkun eins og samfélagsmiðla eða efnisveitur. Þau geti einnig dregið úr hraða ákveðinna gagnaflutninga. Afnám reglnanna muni brjóta gegn grundvallarhugmyndum um opið internet fyrir alla.Aðsteðjandi ógn við internetiðNú hafa nokkrir helstu forgöngumenn netsins skrifað opið bréf þar sem þeir hvetja FCC til þess að falla frá hugmyndum um afnám reglnanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Tim Berners-Lee, Vint Cerf og Steve Wozniak, annar stofenda Apple, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tæknilega röng tillaga FCC sem var unnin í flýti um að afnema varnir fyrir nethlutleysi án þess að neitt komi í staðinn er aðsteðjandi ógn við internetið sem við lögðum svo hart að okkur að skapa. Hana ætti að stöðva,“ segir í bréfinu sem var sent nokkrum nefndum öldungadeildar Bandaríkjaþings. Repúblikanar sem stjórna FCC telja aftur á móti að afnám reglnanna muni auka samkeppni á fjarskiptamarkaði og að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af netinu. Afnám nethlutleysis hefur mætt verulegar mótspyrnu netnotenda, þar á meðal á samfélagsmiðlasíðum eins og Reddit. Gagnrýnendur afnáms benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum sé aðeins eitt fjarskiptafyrirtæki á markaði. Íbúar þar geti því ekkert annað leitað ef þeir eru ósáttir við þjónustuna.
Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14