Enga brauðmola, takk! Guðríður Arnardóttir skrifar 12. desember 2017 07:00 Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar