„Hver og einn þarf að hugleiða, hvernig hef ég tekið þátt?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 19:30 Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan: MeToo Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan:
MeToo Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira