Staðist allar mínar væntingar og gott betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2017 06:00 Aron er klár í slaginn fyrir EM. Vísir/Eyþór Síðustu stórmót hafa verið heldur endaslepp hjá Aroni Pálmarssyni. Hann var ekkert með á HM í Frakklandi í fyrra vegna meiðsla og missti einnig af leikjum á EM 2014 og HM 2015 sökum meiðsla. Ísland komst svo ekki upp úr sínum riðli á EM 2016 í Póllandi. „Ég er ofboðslega spenntur fyrir þessu. Mér finnst vera langt síðan ég var á stórmóti þótt það séu bara tvö ár. Það er mikill hugur í mér,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir að vera ekki nema 27 ára gamall er Aron einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum.Í öðruvísi hlutverki „Maður hefur verið í stóru hlutverki í þessu liði í mörg ár. En maður finnur fyrir því að vera ekki yngstur lengur og það er ekki hægt að grínast lengur með það. Þetta er öðruvísi hlutverk en skemmtilegt,“ segir Aron. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM í Króatíu sem verður hans níunda stórmót. „Ég hef miklar væntingar. Við höfum alltaf talað um að við viljum bera okkur saman við stærstu þjóðirnar, vera inni á öllum stórmótum og í topp átta í heiminum eins og við vorum. Við þurfum bara að sýna það,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn er feginn að geta einbeitt sér að því að spila handbolta á nýjan leik eftir erfiða mánuði þar sem hann spilaði ekkert og beið eftir félagaskiptum til Barcelona. „Það er æðislegt að vera loksins kominn inn í þessa rútínu og skilja þetta algjörlega eftir,“ segir Aron sem viðurkennir að það hafi tekið hann tíma að finna aftur tilfinninguna fyrir leiknum eftir langa fjarveru.Aron er á leið á sitt níunda stórmót með íslenska landsliðinu.vísir/eyþórEr sýndur skilningur „Ég er í góðu formi og allt það en „touch-ið“ vantar. Ég fór líka í nýtt lið og kom inn í það á miðju tímabili. En því er sýndur skilningur og þetta kemur með tímanum. Ég er ekkert búinn að gleyma því hvernig á að spila handbolta.“ Aron hefur alltaf talað um Barcelona sem sitt draumafélag. En hefur það staðist væntingar hans? „Já, og gott betur. Þetta er flottasta félag í heimi. Það er allt gert fyrir mann og aðstaðan alveg æðisleg. Ég gæti ekki beðið um það betra sem íþróttamaður,“ segir Aron. Að hans sögn er Barcelona skör hærra en Kiel og Veszprém sem hann lék með áður.Miklu stærra en handboltinn „Kiel og Veszprém eru frábær handboltafélög en Barcelona er miklu stærra en bara handboltinn. Maður finnur fyrir því.“ Yfirburðir Barcelona á Spáni eru miklir en liðið hefur orðið spænskur meistari sjö ár í röð. Börsungar voru til að mynda búnir að vinna 133 deildarleiki í röð áður en þeir gerðu jafntefli við Guadalajara 6. desember síðastliðinn. „Það var skandall. Við unnum reyndar sama lið í undanúrslitum í bikarkeppninni með 14 mörkum. Þetta snýst ekki bara um gæði leikmanna. Það þarf líka að vera klár í slaginn,“ segir Aron. „Við erum augljóslega með yfirburðalið þarna og standarinn hefur dalað undanfarin ár. En það eru fín lið þarna á milli.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Síðustu stórmót hafa verið heldur endaslepp hjá Aroni Pálmarssyni. Hann var ekkert með á HM í Frakklandi í fyrra vegna meiðsla og missti einnig af leikjum á EM 2014 og HM 2015 sökum meiðsla. Ísland komst svo ekki upp úr sínum riðli á EM 2016 í Póllandi. „Ég er ofboðslega spenntur fyrir þessu. Mér finnst vera langt síðan ég var á stórmóti þótt það séu bara tvö ár. Það er mikill hugur í mér,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir að vera ekki nema 27 ára gamall er Aron einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum.Í öðruvísi hlutverki „Maður hefur verið í stóru hlutverki í þessu liði í mörg ár. En maður finnur fyrir því að vera ekki yngstur lengur og það er ekki hægt að grínast lengur með það. Þetta er öðruvísi hlutverk en skemmtilegt,“ segir Aron. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM í Króatíu sem verður hans níunda stórmót. „Ég hef miklar væntingar. Við höfum alltaf talað um að við viljum bera okkur saman við stærstu þjóðirnar, vera inni á öllum stórmótum og í topp átta í heiminum eins og við vorum. Við þurfum bara að sýna það,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn er feginn að geta einbeitt sér að því að spila handbolta á nýjan leik eftir erfiða mánuði þar sem hann spilaði ekkert og beið eftir félagaskiptum til Barcelona. „Það er æðislegt að vera loksins kominn inn í þessa rútínu og skilja þetta algjörlega eftir,“ segir Aron sem viðurkennir að það hafi tekið hann tíma að finna aftur tilfinninguna fyrir leiknum eftir langa fjarveru.Aron er á leið á sitt níunda stórmót með íslenska landsliðinu.vísir/eyþórEr sýndur skilningur „Ég er í góðu formi og allt það en „touch-ið“ vantar. Ég fór líka í nýtt lið og kom inn í það á miðju tímabili. En því er sýndur skilningur og þetta kemur með tímanum. Ég er ekkert búinn að gleyma því hvernig á að spila handbolta.“ Aron hefur alltaf talað um Barcelona sem sitt draumafélag. En hefur það staðist væntingar hans? „Já, og gott betur. Þetta er flottasta félag í heimi. Það er allt gert fyrir mann og aðstaðan alveg æðisleg. Ég gæti ekki beðið um það betra sem íþróttamaður,“ segir Aron. Að hans sögn er Barcelona skör hærra en Kiel og Veszprém sem hann lék með áður.Miklu stærra en handboltinn „Kiel og Veszprém eru frábær handboltafélög en Barcelona er miklu stærra en bara handboltinn. Maður finnur fyrir því.“ Yfirburðir Barcelona á Spáni eru miklir en liðið hefur orðið spænskur meistari sjö ár í röð. Börsungar voru til að mynda búnir að vinna 133 deildarleiki í röð áður en þeir gerðu jafntefli við Guadalajara 6. desember síðastliðinn. „Það var skandall. Við unnum reyndar sama lið í undanúrslitum í bikarkeppninni með 14 mörkum. Þetta snýst ekki bara um gæði leikmanna. Það þarf líka að vera klár í slaginn,“ segir Aron. „Við erum augljóslega með yfirburðalið þarna og standarinn hefur dalað undanfarin ár. En það eru fín lið þarna á milli.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn