Aldrei fleiri leitað á Neyðarmóttökuna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2017 18:20 187 hafa leitað á Neyðarmóttöku kynferðisbrota hjá Landspítalanum í ár en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Minnihluti málanna er kærður til lögreglu. Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni, telur að aukin umræða um málaflokkinn hafi áhrif á þróunina. Árið 1993, þegar Neyðarmóttakan fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum var stofnuð leituðu 43 þolendur kynferðisofbeldis þangað. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og hvað mest síðustu ár. Árið 2014 leituðu 123 sér aðstoðar á Neyðarmóttökuni og 50 lögðu fram kæru. Árið 2015 komu 133 á neyðarmóttökuna og 62 kærðu málið til lögreglu. Í fyrra voru svo 169 komur skráðar og voru 68 mál kærð til lögreglu. Nú þegar tveir dagar eru eftir af árinu hafa 187 einstaklingar leitað á Neyðarmóttökuna en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Hildur Dís telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Ég held að það sé í raun bara aukin umræða í þjóðfélaginu um þennan málaflokk. Eins líka kannski að fólk viti betur hvert það eigi að leita og geti þá frekar komið til okkar,“ segir Hildur Dís.Að meðaltali sextán á mánuði Í ár hafa komur á Neyðarmóttökuna verið að meðaltali sextán á mánuði og hefur þeim fjölgað um tíu prósent frá því í fyrra. Hildur bendir á að komurnar séu jafnt og þétt yfir allt árið. „Kannski minnst sem eru að koma á milli átta og fjögur á dagvinnutíma en þetta er allur sólarhringurinn allan ársins hring. Sumir mánuðir eru minni. Sumir eru stærri. Það fer bara svolítið eftir því hvað er í gangi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þetta eru konur í meirihluta, 18-35 ára,“ segir Hildur. Ekki er búið að taka það saman hve margir af þeim 187 einstaklingum sem leituðu til Neyðarmóttökunnar í ár hafa kært málin til lögreglu. „En það er minnihluti mála sem fara alla leið í kæru en lögreglan hefur aftur á móti aðkomu að mörgum málum,“ segir Hildur Dís. Landspítalinn Tengdar fréttir Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
187 hafa leitað á Neyðarmóttöku kynferðisbrota hjá Landspítalanum í ár en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Minnihluti málanna er kærður til lögreglu. Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni, telur að aukin umræða um málaflokkinn hafi áhrif á þróunina. Árið 1993, þegar Neyðarmóttakan fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum var stofnuð leituðu 43 þolendur kynferðisofbeldis þangað. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og hvað mest síðustu ár. Árið 2014 leituðu 123 sér aðstoðar á Neyðarmóttökuni og 50 lögðu fram kæru. Árið 2015 komu 133 á neyðarmóttökuna og 62 kærðu málið til lögreglu. Í fyrra voru svo 169 komur skráðar og voru 68 mál kærð til lögreglu. Nú þegar tveir dagar eru eftir af árinu hafa 187 einstaklingar leitað á Neyðarmóttökuna en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Hildur Dís telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Ég held að það sé í raun bara aukin umræða í þjóðfélaginu um þennan málaflokk. Eins líka kannski að fólk viti betur hvert það eigi að leita og geti þá frekar komið til okkar,“ segir Hildur Dís.Að meðaltali sextán á mánuði Í ár hafa komur á Neyðarmóttökuna verið að meðaltali sextán á mánuði og hefur þeim fjölgað um tíu prósent frá því í fyrra. Hildur bendir á að komurnar séu jafnt og þétt yfir allt árið. „Kannski minnst sem eru að koma á milli átta og fjögur á dagvinnutíma en þetta er allur sólarhringurinn allan ársins hring. Sumir mánuðir eru minni. Sumir eru stærri. Það fer bara svolítið eftir því hvað er í gangi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þetta eru konur í meirihluta, 18-35 ára,“ segir Hildur. Ekki er búið að taka það saman hve margir af þeim 187 einstaklingum sem leituðu til Neyðarmóttökunnar í ár hafa kært málin til lögreglu. „En það er minnihluti mála sem fara alla leið í kæru en lögreglan hefur aftur á móti aðkomu að mörgum málum,“ segir Hildur Dís.
Landspítalinn Tengdar fréttir Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58
Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10