Bandormurinn samþykktur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 14:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpinu. vísir/Ernir Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira