Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 10:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í nótt eftir hnattrænni hlýnun eftir að hann sá veðurspá um mikið kuldaskeið í Bandaríkjunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að loftslagsbreytingar af völdum manna séu ekki raunverulegt vandamál en ekki síðan hann varð forseti. Í tísti sínu sagði Trump, sem er í fríi í Flórída, með kaldhæðnislegum hætti, að áramótin gætu verið þau köldustu frá því mælingar hófust í hlutum Bandaríkjanna. Því væri mikil þörf á hnattrænni hlýnun, sem Bandaríkin en ekki önnur ríki, hafi ætlað að greiða háar fjárhæðir til að sporna gegn. Væntanlega er hann þar að vísa til Parísarsáttmálans en hann dró Bandaríkin úr honum á árinu. Þar að auki hefur Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna snúið sér frá aðgerðum vegna hnattrænnar hlýnunar.In the East, it could be the COLDEST New Year’s Eve on record. Perhaps we could use a little bit of that good old Global Warming that our Country, but not other countries, was going to pay TRILLIONS OF DOLLARS to protect against. Bundle up! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2017 Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftslagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Þá hefur hann oft tíst um þörfina á hnattrænni hlýnun þegar kalt er í veðri í Bandaríkjunum. Kuldakast þýðir þó ekki að hnattræn hlýnun sé ekki til. Kuldakast sýnir að veður sé til. Eins og nafnið gefur til kynna snýr hnattræn hlýnun að hækkandi hitastigi á jörðinni í heild sinni vegna uppsafnaðra gastegunda í gufuhvolfinu sem fanga hita. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segir að munurinn á veðri og veðurfari sé tími. Þegar kemur að veðurfari og hnattrænni hlýnun er verið að ræða breytingar yfir langt tímabil.Sömuleiðis, og eins og veðurstofa Washington Post benti á í fyrradag, þá er hlýrra en gengur og gerist í mörgum hlutum heimsins, þó það sé kalt í hluta Bandaríkjanna.U.S. to be coldest region in world relative to normal over next week. Please note rest of world will be much warmer than normal lest anyone try to claim pocket of cold in U.S. debunks global warming, which they will invariably and irresponsibly do. https://t.co/hzocqUrfKphttps://t.co/4uA4fJUAyV — Capital Weather Gang (@capitalweather) December 27, 2017 Vísindamenn hafa lengi sagt það rangt að taka einstök veðurfyrirbæri til marks um að hnattræn hlýnun sé ekki, eða sé, að eiga sér stað. Síðasta ár, 2016, var það heitasta síðan mælingar hófust og það þriðja slíka ár í röð. Samkvæmt frétt CNN er útlit fyrir að 2017 verði meðal hlýjustu ára frá því að mælingar hófust. Donald Trump Loftslagsmál Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í nótt eftir hnattrænni hlýnun eftir að hann sá veðurspá um mikið kuldaskeið í Bandaríkjunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að loftslagsbreytingar af völdum manna séu ekki raunverulegt vandamál en ekki síðan hann varð forseti. Í tísti sínu sagði Trump, sem er í fríi í Flórída, með kaldhæðnislegum hætti, að áramótin gætu verið þau köldustu frá því mælingar hófust í hlutum Bandaríkjanna. Því væri mikil þörf á hnattrænni hlýnun, sem Bandaríkin en ekki önnur ríki, hafi ætlað að greiða háar fjárhæðir til að sporna gegn. Væntanlega er hann þar að vísa til Parísarsáttmálans en hann dró Bandaríkin úr honum á árinu. Þar að auki hefur Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna snúið sér frá aðgerðum vegna hnattrænnar hlýnunar.In the East, it could be the COLDEST New Year’s Eve on record. Perhaps we could use a little bit of that good old Global Warming that our Country, but not other countries, was going to pay TRILLIONS OF DOLLARS to protect against. Bundle up! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2017 Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftslagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Þá hefur hann oft tíst um þörfina á hnattrænni hlýnun þegar kalt er í veðri í Bandaríkjunum. Kuldakast þýðir þó ekki að hnattræn hlýnun sé ekki til. Kuldakast sýnir að veður sé til. Eins og nafnið gefur til kynna snýr hnattræn hlýnun að hækkandi hitastigi á jörðinni í heild sinni vegna uppsafnaðra gastegunda í gufuhvolfinu sem fanga hita. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segir að munurinn á veðri og veðurfari sé tími. Þegar kemur að veðurfari og hnattrænni hlýnun er verið að ræða breytingar yfir langt tímabil.Sömuleiðis, og eins og veðurstofa Washington Post benti á í fyrradag, þá er hlýrra en gengur og gerist í mörgum hlutum heimsins, þó það sé kalt í hluta Bandaríkjanna.U.S. to be coldest region in world relative to normal over next week. Please note rest of world will be much warmer than normal lest anyone try to claim pocket of cold in U.S. debunks global warming, which they will invariably and irresponsibly do. https://t.co/hzocqUrfKphttps://t.co/4uA4fJUAyV — Capital Weather Gang (@capitalweather) December 27, 2017 Vísindamenn hafa lengi sagt það rangt að taka einstök veðurfyrirbæri til marks um að hnattræn hlýnun sé ekki, eða sé, að eiga sér stað. Síðasta ár, 2016, var það heitasta síðan mælingar hófust og það þriðja slíka ár í röð. Samkvæmt frétt CNN er útlit fyrir að 2017 verði meðal hlýjustu ára frá því að mælingar hófust.
Donald Trump Loftslagsmál Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira