Hafurinn í Gävle kominn langleiðina með að lifa jólin af Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 16:29 Hafurinn í Gävle er 3,6 tonn að þyngd og stærsta geit sinnar tegundar. Vísir/EPA Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms. Norðurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms.
Norðurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira