Stefnt að því að afgreiða fjárlagafrumvarpið úr þinginu annað kvöld Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Óhefðbundið er að þingfundir standi yfir milli jóla og nýárs. V'isir/Vilhelm Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir áramót annað kvöld, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. „Við klárum bara það sem er tengt áramótunum, fjárlögin, fjáraukalögin og tekjubandorminn,“ segir Steingrímur. Auk þess eru nokkur önnur mál á dagskrá eins og veiting ríkisborgararéttar. „Það sér alveg til lands með þetta allt saman en við frestum því sem er ekki alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/stefánTvö mál urðu að lögum fyrir jól. Annars vegar var þar um að ræða breytingar á útlendingalögum og geta útlendingar nú fengið svokallað námsmannadvalarleyfi hér á landi á grundvelli iðnnáms, en ekki bara á grundvelli háskólanáms. Ákveðið var að bregðast við með lagasetningu eftir að í ljós kom að samkvæmt nýjum útlendingalögum væri víetnömskum matreiðslunema, Chuong Le Bui, meinað að dvelja hér á landi. Hins vegar voru samþykktar breytingar á dómstólalögum vegna þeirrar breytinga sem verða á dómstólaskipan í upphafi nýs árs þegar Landsréttur tekur til starfa. Á þingfundi í dag mun svo fara fram sérstök umræða um fátækt. Þar er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, málshefjandi en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara. Á meðal þingmála sem verður frestað til næsta árs eru lokafjárlög ársins 2016 og stjórnartillaga um stofnefnahagsreikninga ríkisins. Að auki eru fjölmörg þingmannamál sem bíða umræðu. Eins og frumvarp þingmanna Pírata um að ekki verði unnt að leggja lögbann á fréttir fjölmiðla án undangengins úrskurðar héraðsdóms, þingsályktun Samfylkingarinnar um aðgengi að sálfræðingi í framhaldsskólum og fleira. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir áramót annað kvöld, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. „Við klárum bara það sem er tengt áramótunum, fjárlögin, fjáraukalögin og tekjubandorminn,“ segir Steingrímur. Auk þess eru nokkur önnur mál á dagskrá eins og veiting ríkisborgararéttar. „Það sér alveg til lands með þetta allt saman en við frestum því sem er ekki alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/stefánTvö mál urðu að lögum fyrir jól. Annars vegar var þar um að ræða breytingar á útlendingalögum og geta útlendingar nú fengið svokallað námsmannadvalarleyfi hér á landi á grundvelli iðnnáms, en ekki bara á grundvelli háskólanáms. Ákveðið var að bregðast við með lagasetningu eftir að í ljós kom að samkvæmt nýjum útlendingalögum væri víetnömskum matreiðslunema, Chuong Le Bui, meinað að dvelja hér á landi. Hins vegar voru samþykktar breytingar á dómstólalögum vegna þeirrar breytinga sem verða á dómstólaskipan í upphafi nýs árs þegar Landsréttur tekur til starfa. Á þingfundi í dag mun svo fara fram sérstök umræða um fátækt. Þar er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, málshefjandi en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara. Á meðal þingmála sem verður frestað til næsta árs eru lokafjárlög ársins 2016 og stjórnartillaga um stofnefnahagsreikninga ríkisins. Að auki eru fjölmörg þingmannamál sem bíða umræðu. Eins og frumvarp þingmanna Pírata um að ekki verði unnt að leggja lögbann á fréttir fjölmiðla án undangengins úrskurðar héraðsdóms, þingsályktun Samfylkingarinnar um aðgengi að sálfræðingi í framhaldsskólum og fleira.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira