Með hækkandi sól Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 27. desember 2017 11:30 Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun