Með hækkandi sól Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 27. desember 2017 11:30 Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar