Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2017 11:19 Frá vettvangi um klukkan 14:30 í dag. Vísir/Vilhelm Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Ferðamennska á Íslandi Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03