Segir sölu á borgareignum í Gufunesi vera vafasama Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Frá Gufunesi vísir/vilhelm Skipulagsmál Borgarráð samþykkti í gær að heimila sölu lóða og byggingarréttar á Gufunesi undir kvikmyndaþorp og íbúðabyggð til GN Studios, fyrirtækis Baltasars Kormáks leikstjóra. Samningurinn er alls upp á 1,64 milljarða króna en málið bíður nú endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. Borgarráð stóð þó ekki heilt að baki samþykktinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram bókun þar sem gerðar voru athugasemdir við að útboð skuli ekki hafa farið fram á sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhúsnæði sem og við kaupverðið.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.vísir/anton brinkKjartan Magnússon segir í samtali við Fréttablaðið að líklega sé verið að selja eignir borgarinnar á undirvirði. „Þessi vinnubrögð eru svolítið vafasöm. Þetta er töluvert undir þeim verðmötum sem liggja fyrir,“ segir Kjartan og vísar þar til verðmata sem Jöfur og Eignamiðlun unnu. „Eignamiðlun hefur mikla reynslu í verðmati á íbúðarhúsnæði og lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þetta er 27 prósentum undir því verðmati,“ segir Kjartan. Í bókun meirihlutans segir að veittur hafi verið tíu prósenta afsláttur frá verðmatinu vegna umfangs viðskiptanna, frumkvæðis stúdíósins, frumkvöðlastarfs í skapandi greinum ásamt „þeirri framsýnu klasauppbyggingu í kvikmyndagerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík“. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Skipulagsmál Borgarráð samþykkti í gær að heimila sölu lóða og byggingarréttar á Gufunesi undir kvikmyndaþorp og íbúðabyggð til GN Studios, fyrirtækis Baltasars Kormáks leikstjóra. Samningurinn er alls upp á 1,64 milljarða króna en málið bíður nú endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. Borgarráð stóð þó ekki heilt að baki samþykktinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram bókun þar sem gerðar voru athugasemdir við að útboð skuli ekki hafa farið fram á sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhúsnæði sem og við kaupverðið.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.vísir/anton brinkKjartan Magnússon segir í samtali við Fréttablaðið að líklega sé verið að selja eignir borgarinnar á undirvirði. „Þessi vinnubrögð eru svolítið vafasöm. Þetta er töluvert undir þeim verðmötum sem liggja fyrir,“ segir Kjartan og vísar þar til verðmata sem Jöfur og Eignamiðlun unnu. „Eignamiðlun hefur mikla reynslu í verðmati á íbúðarhúsnæði og lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þetta er 27 prósentum undir því verðmati,“ segir Kjartan. Í bókun meirihlutans segir að veittur hafi verið tíu prósenta afsláttur frá verðmatinu vegna umfangs viðskiptanna, frumkvæðis stúdíósins, frumkvöðlastarfs í skapandi greinum ásamt „þeirri framsýnu klasauppbyggingu í kvikmyndagerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík“.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira