Fluttu tugþúsundir skjala tengdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétt Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 14:41 Davíð Þór Björgvinsson segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Vísir/eyþór Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00