Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Riyad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínu, gengur fram hjá Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í þingsal. vísir/epa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira