Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2017 20:39 Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra. Vegurinn um Ódrjúgsháls er með þeim sem heitast brenna á Vestfirðingum en á Stöð 2 var sýnt myndband, sem Patreksfirðingurinn Páll Vilhjálmsson tók í fyrradag, af flutningabíl í vandræðum á hálsinum. „Það er eitt af þessum brýnustu verkefnum sem stjórnvöld hafa að einhverju leyti heykst á að klára í allt of langan tíma. Það er svona eitt af því sem ég myndi vilja leggja áherslu á,“ segir Sigurður Ingi um Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra vegamála.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ráðherrann segir að nú sé beðið eftir því að Reykhólahreppur breyti aðalskipulagi. En hvaða skoðun hefur hann sjálfur á vegarlagningu um Teigsskóg? „Ég var nú umhverfisráðherra þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Mér fannst þær leiðir sem þá voru farnar vera skynsamar, það er að segja að reyna að fara þessar réttu skipulagsleiðir. Mér finnst við hafa lent einhvern veginn upp á skeri. Ég var á þeirri skoðun, - fór í vettvangsskoðun með þingflokki framsóknarmanna á sínum tíma, - að þarna væri vel hægt að fara í þessar framkvæmdir, á þann hátt sem þá var lagt upp með, - með mótvægisaðgerðum. Og ég hef svo sem ekkert skipt um skoðun hvað það varðar. En ég þarf auðvitað að fara yfir hvaða valkostum við stöndum frammi fyrir.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi ráðherra vegamála, skoðuðu Teigsskóg árið 2013.Vísir/DaníelÞegar spurt er hvort ráðherra telji unnt að fjármagna jarðgöng undir Hjallaháls á næstu árum bendir hann á að Dýrafjarðargöng verði tilbúin haustið 2020. Miðað hefur verið við að Seyðisfjarðargöng yrðu næst í röðinni en kæmi til greina að göng undir Hjallaháls yrðu tekin fram fyrir þau? „Það hefur verið planið, eins og þú réttilega nefnir, að Seyðisfjarðargöng, eða sem sagt vegbætur þangað, séu næstar í röðinni. Og ég hef ekki séð neina ástæðu til að breyta því. En þetta er eitt af þeim stóru verkefnum sem ég þarf að leggjast yfir.“ En gæti skipan nýs umhverfisráðherra úr röðum hörðustu andstæðinga Teigsskógarvegar breytt málinu, - að það verði kannski harðari andstaða frá Vinstri grænum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra, var áður framkvæmdastjóri Landverndar.vísir/Ernir„Nei, það held ég ekki. Ég held að allir ráðherrar, alveg sama hvað þeir hafa unnið við áður, vinni vinnu sína af fagmennsku og fylgi því sem við erum að gera í ríkisstjórninni,“ svarar samgönguráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. 21. júní 2013 18:54 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra. Vegurinn um Ódrjúgsháls er með þeim sem heitast brenna á Vestfirðingum en á Stöð 2 var sýnt myndband, sem Patreksfirðingurinn Páll Vilhjálmsson tók í fyrradag, af flutningabíl í vandræðum á hálsinum. „Það er eitt af þessum brýnustu verkefnum sem stjórnvöld hafa að einhverju leyti heykst á að klára í allt of langan tíma. Það er svona eitt af því sem ég myndi vilja leggja áherslu á,“ segir Sigurður Ingi um Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra vegamála.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ráðherrann segir að nú sé beðið eftir því að Reykhólahreppur breyti aðalskipulagi. En hvaða skoðun hefur hann sjálfur á vegarlagningu um Teigsskóg? „Ég var nú umhverfisráðherra þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Mér fannst þær leiðir sem þá voru farnar vera skynsamar, það er að segja að reyna að fara þessar réttu skipulagsleiðir. Mér finnst við hafa lent einhvern veginn upp á skeri. Ég var á þeirri skoðun, - fór í vettvangsskoðun með þingflokki framsóknarmanna á sínum tíma, - að þarna væri vel hægt að fara í þessar framkvæmdir, á þann hátt sem þá var lagt upp með, - með mótvægisaðgerðum. Og ég hef svo sem ekkert skipt um skoðun hvað það varðar. En ég þarf auðvitað að fara yfir hvaða valkostum við stöndum frammi fyrir.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi ráðherra vegamála, skoðuðu Teigsskóg árið 2013.Vísir/DaníelÞegar spurt er hvort ráðherra telji unnt að fjármagna jarðgöng undir Hjallaháls á næstu árum bendir hann á að Dýrafjarðargöng verði tilbúin haustið 2020. Miðað hefur verið við að Seyðisfjarðargöng yrðu næst í röðinni en kæmi til greina að göng undir Hjallaháls yrðu tekin fram fyrir þau? „Það hefur verið planið, eins og þú réttilega nefnir, að Seyðisfjarðargöng, eða sem sagt vegbætur þangað, séu næstar í röðinni. Og ég hef ekki séð neina ástæðu til að breyta því. En þetta er eitt af þeim stóru verkefnum sem ég þarf að leggjast yfir.“ En gæti skipan nýs umhverfisráðherra úr röðum hörðustu andstæðinga Teigsskógarvegar breytt málinu, - að það verði kannski harðari andstaða frá Vinstri grænum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra, var áður framkvæmdastjóri Landverndar.vísir/Ernir„Nei, það held ég ekki. Ég held að allir ráðherrar, alveg sama hvað þeir hafa unnið við áður, vinni vinnu sína af fagmennsku og fylgi því sem við erum að gera í ríkisstjórninni,“ svarar samgönguráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. 21. júní 2013 18:54 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08
Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. 21. júní 2013 18:54
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15