Opið bréf til Ríkisútvarpsins – fréttaskýringaþáttarins Kveiks Arnar Sverrisson skrifar 21. desember 2017 07:00 Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun