Rodgers settur aftur til hliðar hjá Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 18:30 Aaron Rodgers spilar ekki meira á tímabilinu. Vísir/Getty Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd. NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd.
NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira