Rodgers settur aftur til hliðar hjá Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 18:30 Aaron Rodgers spilar ekki meira á tímabilinu. Vísir/Getty Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd. NFL Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira
Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd.
NFL Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira