Jól fjarri heimili sínu vegna fæðingar tvíbura Sveinn Arnarsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Sigþrúður bíður fæðingar tveggja dætra. Kostnaður verðandi foreldra er oft svimandi hár séu þeir búsettir fjarri höfuðborginni. vísir/anton brink Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira