Innlent

Eru samborgarar kvenna en ekki herrar

Sveinn Arnarsson skrifar
Við lestur frásagna kvenna í Borgarleikhúsinu 10. desember.
Við lestur frásagna kvenna í Borgarleikhúsinu 10. desember. vísir/stefán
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, segir framkomu karla í garð kvenna geta orðið karlþjóðinni áþján. „Við erum feður, afar, bræður, synir, frændur, vinir og samborgarar kvenna, en ekki herrar,“ sagði Guðmundur Andri í ræðu sinni.

Hann beindi orðum sínum að karlmönnum um að taka af skarið. Frásögur kvenna og umræðan sem fylgir lýsi upp skúmaskot þar sem skálkaskjól hrynji. „Ofbeldi karla á hendur konum sem lýsir sér með alls kyns hætti en eitrar líf allra sem í kringum það eru. Birtingarmyndirnar eru með ýmsu móti en allar eiga þessar frásagnir það sammerkt að þar er einstaklingur í valdastöðu, karlkyns, sem ræðst að valdaminni einstaklingi, konu, með orðum eða athöfnum,“ bætti Guðmundur Andri Thorsson við.

Helgi Hrafn Gunnarsson tók í sama streng og sagði ábyrgðina vera karla og þeir þurfi að axla þessa ábyrgð.  „Magnið af þeim tilvikum sem henda konur er svo algerlega sturlað að það er ekkert minna en eitthvað djúpt, eitthvað sjúkt, í minningu okkar sem ég held að sé mjög rótgróið, mjög gamalt,“ sagði Helgi Hrafn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×