Endurskipulagning í síbreytilegu umhverfi Katrín Júlíusdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vettvangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármálakerfið. Vandinn við þá umræðu hefur verið að mest hefur verið rætt um eignarhald en lítið fjallað um innihald fjármálastarfsemi og oftar en ekki er rætt um fjármálastarfsemi á forsendum sem ekki eru lengur til staðar. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og á rekstrarumhverfið í dag lítið sem ekkert skylt við það sem þekktist áður en að fjármálakreppan skall á árið 2008. Fram undan eru enn frekari breytingar og bíða nú á fjórða hundrað EES-gerðir innleiðingar hér á landi. Ofan á þetta verður ekki litið fram hjá því að stafræna byltingin er nú þegar farin að hafa veruleg áhrif á fjármálastarfsemi og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Þó nokkrar þeirra gerða sem bíða innleiðingar munu hafa veruleg áhrif á allt starfsumhverfi fjármálaþjónustu hér á landi og í Evrópu allri. Umbreyting á regluverkinu hingað til hefur leitt til þess að bankar, vátryggingafélög og verðbréfafyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum til þess að sinna grundvallarhlutverki sínu með skilvirkum hætti – umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu og styðja þar við efnahagslífið og samfélagið í heild sinni.Fjártæknin breytir öllu Framþróun svokallaðrar fjártækni (e. fintech) er einnig að leiða til mikilla umbreytinga á fjármálamarkaði. Fyrirtæki, sem eru ekki hefðbundnir bankar, vátryggingafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki og lúta þar af leiðandi ekki sama regluverki, eru í vaxandi mæli farin að veita hefðbundna fjármálaþjónustu á borð við lánastarfsemi og greiðslumiðlun. Innleiðing nýrrar greiðsluþjónustutilskipunar Evrópusambandsins (PSD II) mun valda straumhvörfum í þessum efnum og auka enn frekar samkeppni á ákveðnum sviðum fjármálaþjónustu, þvert á landamæri. PSD II-tilskipunin skapar sameiginlegan markað fyrir greiðsluþjónustu í Evrópu með það að markmiði að auka samkeppni og tryggja nýsköpun á þessu sviði. Ein veigamesta breytingin sem innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér er að hún opnar fyrir aðgengi fyrirtækja að innlánsreikningum viðskiptavina fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir að viðskiptabankar verða að veita öðrum fyrirtækjum óhindrað aðgengi að reikningum viðskiptavina sem veita til þess heimild. Á sama tíma felur tilskipunin í sér að viðskiptabankinn getur ekki innheimt viðbótargjald hvorki af viðkomandi fyrirtækjum né af viðskiptavininum. Þetta aðgengi verður jafnframt staðlað þannig að nánast öll fyrirtæki sem eigandi innlánsreiknings veitir heimild fyrir geta fengið aðgang án mikillar fyrirhafnar eða þröskulda. Innleiðing tilskipunarinnar mun auðvelda nýjum keppinautum hefðbundinna fjármálafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu. Sumir sérfræðingar telja að þetta muni þrengja verulega að stöðu banka svo dæmi séu tekin. Þannig telja sérfræðingar Sopra Banking að tekjur evrópskra viðskiptabanka muni dragast saman um fjórðung á næstu árum vegna breytinganna. Aðrir sérfræðingar eru bjartsýnni fyrir hönd bankanna og sjá sóknarfæri í breytingunum.Umræða um innihaldHér á landi eru fjármálafyrirtæki og tryggingafélög að auka þjónustu sína með stafrænum lausnum og má segja að mörg þeirra séu hratt að breytast í fjártæknifyrirtæki. En allar þessar breytingar þarf að ræða. Spurningarnar sem við þurfum að velta upp eru fjölmargar. Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa á íslenskt efnahagslíf? Á efnahagslegt sjálfstæði okkar? Hvernig gerum við íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að keppa í þessu nýja samkeppnisumhverfi á jafnræðisgrunni? Hver eru áhrif fjártækninnar og allra breytinganna sem EES-gerðirnar leiða af sér á lítinn markað eins og Ísland? Hvernig tryggjum við aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármögnun í þessu nýja umhverfi? Svona gætum við spurt áfram og vonandi verður allt þetta krufið í nýrri Hvítbók um fjármálakerfið hér landi. Við munum leggja okkar af mörkum til þessarar umræðu og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama því þessi þróun kemur okkur öllum við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvítbók fyrir fjármálakerfið Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vettvangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármálakerfið. Vandinn við þá umræðu hefur verið að mest hefur verið rætt um eignarhald en lítið fjallað um innihald fjármálastarfsemi og oftar en ekki er rætt um fjármálastarfsemi á forsendum sem ekki eru lengur til staðar. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og á rekstrarumhverfið í dag lítið sem ekkert skylt við það sem þekktist áður en að fjármálakreppan skall á árið 2008. Fram undan eru enn frekari breytingar og bíða nú á fjórða hundrað EES-gerðir innleiðingar hér á landi. Ofan á þetta verður ekki litið fram hjá því að stafræna byltingin er nú þegar farin að hafa veruleg áhrif á fjármálastarfsemi og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Þó nokkrar þeirra gerða sem bíða innleiðingar munu hafa veruleg áhrif á allt starfsumhverfi fjármálaþjónustu hér á landi og í Evrópu allri. Umbreyting á regluverkinu hingað til hefur leitt til þess að bankar, vátryggingafélög og verðbréfafyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum til þess að sinna grundvallarhlutverki sínu með skilvirkum hætti – umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu og styðja þar við efnahagslífið og samfélagið í heild sinni.Fjártæknin breytir öllu Framþróun svokallaðrar fjártækni (e. fintech) er einnig að leiða til mikilla umbreytinga á fjármálamarkaði. Fyrirtæki, sem eru ekki hefðbundnir bankar, vátryggingafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki og lúta þar af leiðandi ekki sama regluverki, eru í vaxandi mæli farin að veita hefðbundna fjármálaþjónustu á borð við lánastarfsemi og greiðslumiðlun. Innleiðing nýrrar greiðsluþjónustutilskipunar Evrópusambandsins (PSD II) mun valda straumhvörfum í þessum efnum og auka enn frekar samkeppni á ákveðnum sviðum fjármálaþjónustu, þvert á landamæri. PSD II-tilskipunin skapar sameiginlegan markað fyrir greiðsluþjónustu í Evrópu með það að markmiði að auka samkeppni og tryggja nýsköpun á þessu sviði. Ein veigamesta breytingin sem innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér er að hún opnar fyrir aðgengi fyrirtækja að innlánsreikningum viðskiptavina fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir að viðskiptabankar verða að veita öðrum fyrirtækjum óhindrað aðgengi að reikningum viðskiptavina sem veita til þess heimild. Á sama tíma felur tilskipunin í sér að viðskiptabankinn getur ekki innheimt viðbótargjald hvorki af viðkomandi fyrirtækjum né af viðskiptavininum. Þetta aðgengi verður jafnframt staðlað þannig að nánast öll fyrirtæki sem eigandi innlánsreiknings veitir heimild fyrir geta fengið aðgang án mikillar fyrirhafnar eða þröskulda. Innleiðing tilskipunarinnar mun auðvelda nýjum keppinautum hefðbundinna fjármálafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu. Sumir sérfræðingar telja að þetta muni þrengja verulega að stöðu banka svo dæmi séu tekin. Þannig telja sérfræðingar Sopra Banking að tekjur evrópskra viðskiptabanka muni dragast saman um fjórðung á næstu árum vegna breytinganna. Aðrir sérfræðingar eru bjartsýnni fyrir hönd bankanna og sjá sóknarfæri í breytingunum.Umræða um innihaldHér á landi eru fjármálafyrirtæki og tryggingafélög að auka þjónustu sína með stafrænum lausnum og má segja að mörg þeirra séu hratt að breytast í fjártæknifyrirtæki. En allar þessar breytingar þarf að ræða. Spurningarnar sem við þurfum að velta upp eru fjölmargar. Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa á íslenskt efnahagslíf? Á efnahagslegt sjálfstæði okkar? Hvernig gerum við íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að keppa í þessu nýja samkeppnisumhverfi á jafnræðisgrunni? Hver eru áhrif fjártækninnar og allra breytinganna sem EES-gerðirnar leiða af sér á lítinn markað eins og Ísland? Hvernig tryggjum við aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármögnun í þessu nýja umhverfi? Svona gætum við spurt áfram og vonandi verður allt þetta krufið í nýrri Hvítbók um fjármálakerfið hér landi. Við munum leggja okkar af mörkum til þessarar umræðu og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama því þessi þróun kemur okkur öllum við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun