„Swatting“: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of Duty Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2017 09:30 Aðstoðarlögreglustjórinn Troy Livingston ræðir við fjölmiðla eftir að Andrew Finch var skotinn til bana. Vísir/Getty Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“ Bandaríkin Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“
Bandaríkin Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira