Innlent

Sex umsækjendur um Embætti landlæknis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Núverandi landlæknir er Birgir Jakobsson
Núverandi landlæknir er Birgir Jakobsson Vísir/Stefán
Sex sóttu um að gegna Embætti landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar á nýliðnu ári. Rann umsóknarfrestur út þann 4. janúar síðastliðinn en umsækjendurnir eru eftirfarandi:

•    Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala

•    Arna Guðmundsdóttir, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur

•    Bogi Jónsson, læknir við bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Norður Noregi

•    Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvardháskólans í Boston

•    Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

•    Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins skipar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, landlækni til fimm ára í senn að undangengu mati sérstakrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda.

Núverandi landlæknir er Birgir Jakobsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×