Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 12:15 Hlýnandi loft og sjór veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu. Vísbendingar eru um að aukin úrkoma í hlýnandi heimi gæti unnið upp á móti hluta hækkunar sjávarsborðs vegna bráðnunarinnar. Vísir/AFP Snjókoma á stóru svæði á austanverðu Suðurskautslandinu hefur aukist verulega frá þarsíðustu aldamótum. Haldi sú þróun áfram með hnattrænni hlýnun telja vísindamenn að hún gæti dregið úr hækkun yfirborðs sjávar af völdum bráðnandi íss á suðurskautinu. Svo gríðarlegt magn íss er að finna á Suðurskautslandinu að ef hann bráðnaði allur gæti hann hækkað yfirborð sjávar um rúmlega sextíu metra. Það er því ekki að ástæðulausu sem eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar af völdum manna er bráðnun íshellunnar þar. Ný rannsókn á úrkomu sem fellur á vesturhluta Lands Maud drottningar á austanverðu Suðurskautslandinu leiðir í ljós að snjókoma hefur aukist um fjórðung frá aldamótunum 1900. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil síðustu áratugina, að því er kemur fram í umfjöllun Washingon Post um rannsóknina. Sú niðurstaða er í góðu samræmi við spár um að hlýnun jarðar valdi aukinni úrkomu. Eftir því sem lofthjúpurinn hitnar eykst geta loftsins til þess að bera raka sem leiðir til meiri úrkomu. Hitinn á Landi Maud drottningar hefur risið um eina gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Úrkoman þar er nú talin meiri en hún hefur verið í um tvö þúsund ár.Úrkomuaukningin þyrfti að ná yfir allt suðurskautið Loftslagslíkön spá því að aukin snjókoma á Suðurskautslandinu muni jafngilda um 1,5 millímetrum í hækkun yfirborðs sjávar á ári fyrir lok þessarar aldar. Gangi það eftir gæti það vegið upp á móti um helmingi hækkunar sjávarborðs sem spáð er. Þessi jafna er hins vegar viðkvæm fyrir breytingum. Washington Post segir að ef aukin úrkoma á að vega upp á móti áframhaldandi bráðnun íssins á Suðurskautslandinu þurfi aukningin að halda áfram út öldina og eiga sér stað um allt meginlandið. Rannsóknin nú nær hins vegar aðeins til hluta austanverðrar álfunnar. Brooke Medley, aðalhöfundur rannsóknarinnar og vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, segir að niðurstaðan þýði ekki að Suðurskautslandið sé að bæta við sig ís heldur aðeins að úrkoman gæti vegið upp á móti tapinu. „Ef þú tekur nettóútkomuna þá horfum við enn upp á ístap,“ segir hún við blaðið. Grein um rannsókn hennar og félaga hennar birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters. Andrew Shepherd, sérfræðingur í Suðurskautslandinu hjá Háskólanum í Leeds á Bretlandi, bendir á að rannsóknin sýni að loftslagslíkön hafi vanmetið hlýnun og aukna snjókomu á þessum hluta Suðurskautslandsins. „Það er mikilvægt að komast að því hvort að þetta misræmi nái yfir allt meginlandið og sé til staðar í öðrum loftslagslíkönum til að hægt sé að endurskoða loftslagsspár til að taka tillit til aukinnar snjókomu því að hún gæti vegið upp á móti hluta af viðbúinni hækkun yfirborðs sjávar í framtíðinni,“ segir hann. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38 Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48 Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Snjókoma á stóru svæði á austanverðu Suðurskautslandinu hefur aukist verulega frá þarsíðustu aldamótum. Haldi sú þróun áfram með hnattrænni hlýnun telja vísindamenn að hún gæti dregið úr hækkun yfirborðs sjávar af völdum bráðnandi íss á suðurskautinu. Svo gríðarlegt magn íss er að finna á Suðurskautslandinu að ef hann bráðnaði allur gæti hann hækkað yfirborð sjávar um rúmlega sextíu metra. Það er því ekki að ástæðulausu sem eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar af völdum manna er bráðnun íshellunnar þar. Ný rannsókn á úrkomu sem fellur á vesturhluta Lands Maud drottningar á austanverðu Suðurskautslandinu leiðir í ljós að snjókoma hefur aukist um fjórðung frá aldamótunum 1900. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil síðustu áratugina, að því er kemur fram í umfjöllun Washingon Post um rannsóknina. Sú niðurstaða er í góðu samræmi við spár um að hlýnun jarðar valdi aukinni úrkomu. Eftir því sem lofthjúpurinn hitnar eykst geta loftsins til þess að bera raka sem leiðir til meiri úrkomu. Hitinn á Landi Maud drottningar hefur risið um eina gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Úrkoman þar er nú talin meiri en hún hefur verið í um tvö þúsund ár.Úrkomuaukningin þyrfti að ná yfir allt suðurskautið Loftslagslíkön spá því að aukin snjókoma á Suðurskautslandinu muni jafngilda um 1,5 millímetrum í hækkun yfirborðs sjávar á ári fyrir lok þessarar aldar. Gangi það eftir gæti það vegið upp á móti um helmingi hækkunar sjávarborðs sem spáð er. Þessi jafna er hins vegar viðkvæm fyrir breytingum. Washington Post segir að ef aukin úrkoma á að vega upp á móti áframhaldandi bráðnun íssins á Suðurskautslandinu þurfi aukningin að halda áfram út öldina og eiga sér stað um allt meginlandið. Rannsóknin nú nær hins vegar aðeins til hluta austanverðrar álfunnar. Brooke Medley, aðalhöfundur rannsóknarinnar og vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, segir að niðurstaðan þýði ekki að Suðurskautslandið sé að bæta við sig ís heldur aðeins að úrkoman gæti vegið upp á móti tapinu. „Ef þú tekur nettóútkomuna þá horfum við enn upp á ístap,“ segir hún við blaðið. Grein um rannsókn hennar og félaga hennar birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters. Andrew Shepherd, sérfræðingur í Suðurskautslandinu hjá Háskólanum í Leeds á Bretlandi, bendir á að rannsóknin sýni að loftslagslíkön hafi vanmetið hlýnun og aukna snjókomu á þessum hluta Suðurskautslandsins. „Það er mikilvægt að komast að því hvort að þetta misræmi nái yfir allt meginlandið og sé til staðar í öðrum loftslagslíkönum til að hægt sé að endurskoða loftslagsspár til að taka tillit til aukinnar snjókomu því að hún gæti vegið upp á móti hluta af viðbúinni hækkun yfirborðs sjávar í framtíðinni,“ segir hann.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38 Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48 Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38
Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30
Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48
Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent