Heimsmetið féll en annars fátt jákvætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur hefur skorað 1.798 mörk fyrir íslenska landsliðið síðan hann byrjaði að spila með því síðla árs 1999. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt. EM 2018 í handbolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn