Vegahótel sakað um að leka persónuupplýsingum um 9000 gesti til yfirvalda Þórdís Valsdóttir skrifar 5. janúar 2018 23:45 Talið er að mótelkeðjan hafi lekið upplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti. Vísir/ap Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin. Mexíkó Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin.
Mexíkó Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent