Freyr: Ætlum að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. janúar 2018 15:15 Freyr Alexandersson vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari. Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari.
Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22