Sigurður Ragnar í viðtali hjá FIFA: Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2018 22:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson þarf mikið að treysta á túlka í sínu nýja starfi. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira