151 milljón frá íslenska ríkinu vegna Justice League Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2018 15:50 Bruce Wayne horfir yfir Djúpavík í Justice League. Bandaríska ofurhetjumyndin Justice League fékk 151 milljón króna endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur birt yfirlit yfir þau verkefni sem fengu endurgreiðslu á síðasta ári. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni er að framleiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Hæsta endurgreiðslan rann til Justice League sem tekin var upp hér á landi árið 2016. Mikið var um að vera í Djúpavík á Ströndum þar sem tökur hér á landi fóru fram. Í myndinni má heyra Ingvar E. Sigurðsson tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa.Bandaríski sjónvarpsþátturinn Black Mirror fékk 98 milljónir í endurgreiðslu en þriðji þáttur fjórðu seríu var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mars síðastliðnum. Kvikmynd Baltastar Kormáks, Eiðurinn, fékk 89 milljónir í endurgreiðslu og önnur þáttaröð Fortitude fékk 81 milljón í endurgreiðslu. Þættirnir voru teknir upp á Austurlandi í febrúar árið 2016. Bandarísku þættirnir sívinsælu Game of Thrones fengu um 75 milljónir en tökulið og leikarar þáttanna hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár. Engin breyting verður þar á fyrir næstu þáttaröð þáttanna, sem jafnframt er sú síðasta. Von er á tökuliði á vegum þáttanna hér á landi í næsta mánuði, líkt og Vísir greindi frá fyrir skömmu. Tengdar fréttir Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríska ofurhetjumyndin Justice League fékk 151 milljón króna endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur birt yfirlit yfir þau verkefni sem fengu endurgreiðslu á síðasta ári. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni er að framleiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Hæsta endurgreiðslan rann til Justice League sem tekin var upp hér á landi árið 2016. Mikið var um að vera í Djúpavík á Ströndum þar sem tökur hér á landi fóru fram. Í myndinni má heyra Ingvar E. Sigurðsson tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa.Bandaríski sjónvarpsþátturinn Black Mirror fékk 98 milljónir í endurgreiðslu en þriðji þáttur fjórðu seríu var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mars síðastliðnum. Kvikmynd Baltastar Kormáks, Eiðurinn, fékk 89 milljónir í endurgreiðslu og önnur þáttaröð Fortitude fékk 81 milljón í endurgreiðslu. Þættirnir voru teknir upp á Austurlandi í febrúar árið 2016. Bandarísku þættirnir sívinsælu Game of Thrones fengu um 75 milljónir en tökulið og leikarar þáttanna hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár. Engin breyting verður þar á fyrir næstu þáttaröð þáttanna, sem jafnframt er sú síðasta. Von er á tökuliði á vegum þáttanna hér á landi í næsta mánuði, líkt og Vísir greindi frá fyrir skömmu.
Tengdar fréttir Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45
Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15