Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 15:27 Stephen Bannon. Vísir/EPA Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira