Elvar Örn Jónsson hefur dregið sig úr æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumótið í Króatíu vegna meiðsla.
Elvar var ekki í 16 manna hópi Geirs sem fer á EM, en var í afrekshópi sem mætir Japan á morgun og hefur hann einnig dregið sig úr honum.
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, segir að bakslag hafi komið í meiðsli Elvars sem hann hlaut í októbermánuði, en um er að ræða álagsbrot neðst í hryggnum. Mbl.is greindi frá þessu í dag.
Geir ætlar ekki að kalla nýjan mann inn fyrir Elvar.
