Innlent

Ræða næstu skref í #metoo

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kolbrún Halldórsdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir Vísir/GVA
„Þetta verða alþingismenn, ég geri ráð fyrir að þarna verði ráðherra, grasrótin, ungliðar. Þarna verður fókusað á ábyrgð stjórnmálaflokkanna í framhaldinu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra.

Hún verður fundarstjóri á fundi sem allir stjórnmálaflokkarnir standa að um #metoo sem fram fer 31. janúar á Grand Hóteli. Tilgangurinn er að leggja drög að aðgerðaáætlun sem flokkarnir geta notað í sínu starfi.

Það er ekki algengt að þeir standi saman að slíkum atburði. „Ég held að þetta sé svolítið sérstakt, það er alveg rétt,“ segir Kolbrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×