Brutust tvisvar inn í sama skóla og reyndu við þann þriðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2018 11:15 Salaskóli í Kópavogi. Kópavogur Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira