Brutust tvisvar inn í sama skóla og reyndu við þann þriðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2018 11:15 Salaskóli í Kópavogi. Kópavogur Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Sakfelldur fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Sakfelldur fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira