Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. janúar 2018 18:30 Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“ Lögreglumál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“
Lögreglumál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira