Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Skúli Helgason skrifar 19. janúar 2018 09:57 Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. Þú fjallar þar um kjarabaráttu kennara og spyrð mig einfaldrar spurningar, hvort ég muni beita mér fyrir kjarabótum grunnskólakennara. Við því er einfalt svar og skýrt: Já, ég mun gera það. Það hef ég reyndar gert frá því ég tók sæti í borgarstjórn árið 2014 og reyndar fyrir þann tíma. Það er því ekki rétt sem þú segir í bréfinu að ég og mínir félagar hafi „staðið gegn launaleiðréttingu kennara hingað til“.Þvert á móti, við hjá borginni höfum sérstaklega talað fyrir því á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samningaviðræðum síðustu ára að það ætti að teygja sig til hins ítrasta til að mæta sanngjörnum kröfum kennara.Árangurinn er sá að tekist hefur að brúa þann mun sem var á kjörum kennara og annarra háskólamenntaðra hópa sem starfa hjá borginni. Þetta má sjá á meðfylgjandi myndum. Eins og hér sést hafa dagvinnulaun kennara hækkað umfram laun annarra háskólamenntaðra í störfum hjá borginni frá 2014. Á sama hátt hafa launahækkanir kennara verið meiri en annarra háskólamenntaðra hjá borginni á sama tímabili og halda í við hækkun launa á almennum markaði. Rétt er að halda til haga að á móti hluta af þessum hækkunum kom sala réttinda sem kom sveitarfélögunum til góða.En baráttunni er ekki lokið og við erum samherjar í því að berjast fyrir enn betri kjörum kennara. Við höfum alltof lengið búið við brenglað gildismat í samfélaginu hvað varðar launakjör mismunandi hópa, þar sem t.d. störf í fjármálageiranum eru mun betur metin til launa en störf í mennta- og velferðarþjónustunni. Þarna er ábyrgð ríkisins mikil og nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að leiðrétta þessa brenglun. Metnaður okkar og forgangsmál í meirihluta borgarstjórnar er að búa vel að okkar kennurum, bæði varðandi laun og starfsumhverfi. Þess vegna höfum við bætt 9 milljörðum króna í menntakerfið í borginni á kjörtímabili, þar af 7 milljörðum í hærri laun starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Með því viljum við sýna í verki að við metum ykkar mikilvægu störf að verðleikum og á sama tíma þurfum við að vinna að því að laða fleiri til kennarastarfa í Reykjavíkurborg, sem ég þreytist ekki á að minna á að eru einhver þau mikilvægustu í íslensku samfélagi.Skúli Helgasonborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Opið bréf til Skúla Helgasonar Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja. 18. janúar 2018 08:15 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. Þú fjallar þar um kjarabaráttu kennara og spyrð mig einfaldrar spurningar, hvort ég muni beita mér fyrir kjarabótum grunnskólakennara. Við því er einfalt svar og skýrt: Já, ég mun gera það. Það hef ég reyndar gert frá því ég tók sæti í borgarstjórn árið 2014 og reyndar fyrir þann tíma. Það er því ekki rétt sem þú segir í bréfinu að ég og mínir félagar hafi „staðið gegn launaleiðréttingu kennara hingað til“.Þvert á móti, við hjá borginni höfum sérstaklega talað fyrir því á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samningaviðræðum síðustu ára að það ætti að teygja sig til hins ítrasta til að mæta sanngjörnum kröfum kennara.Árangurinn er sá að tekist hefur að brúa þann mun sem var á kjörum kennara og annarra háskólamenntaðra hópa sem starfa hjá borginni. Þetta má sjá á meðfylgjandi myndum. Eins og hér sést hafa dagvinnulaun kennara hækkað umfram laun annarra háskólamenntaðra í störfum hjá borginni frá 2014. Á sama hátt hafa launahækkanir kennara verið meiri en annarra háskólamenntaðra hjá borginni á sama tímabili og halda í við hækkun launa á almennum markaði. Rétt er að halda til haga að á móti hluta af þessum hækkunum kom sala réttinda sem kom sveitarfélögunum til góða.En baráttunni er ekki lokið og við erum samherjar í því að berjast fyrir enn betri kjörum kennara. Við höfum alltof lengið búið við brenglað gildismat í samfélaginu hvað varðar launakjör mismunandi hópa, þar sem t.d. störf í fjármálageiranum eru mun betur metin til launa en störf í mennta- og velferðarþjónustunni. Þarna er ábyrgð ríkisins mikil og nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að leiðrétta þessa brenglun. Metnaður okkar og forgangsmál í meirihluta borgarstjórnar er að búa vel að okkar kennurum, bæði varðandi laun og starfsumhverfi. Þess vegna höfum við bætt 9 milljörðum króna í menntakerfið í borginni á kjörtímabili, þar af 7 milljörðum í hærri laun starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Með því viljum við sýna í verki að við metum ykkar mikilvægu störf að verðleikum og á sama tíma þurfum við að vinna að því að laða fleiri til kennarastarfa í Reykjavíkurborg, sem ég þreytist ekki á að minna á að eru einhver þau mikilvægustu í íslensku samfélagi.Skúli Helgasonborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun